Anna Björg Jónsdóttir, formaður Beinverndar, heimsótti Félag kennara á eftirlaunum á mánaðarlegum fræðslufundi félagsins sem haldinn var 1. febrúar sl. á Grandhóteli við Sigtún. Góður rómur var gerður að erindi Önnu Bjargar og fékk hún margar góðar spurningar og voru umræður fjörlegar.

Læknadagar 2017

16.01.2017

Læknadagar 2017 eru haldnir í Hörpu 16. -20. janúar. Þar kennir ýmissa grasa enda er símenntun og endurmenntun lækna mikilvæg.  Beinvernd er eitt af viðfangsefnum Læknadaga þriðjudaginn 17. janúar frá kl. 9 :00 – 12:00. Rafn Benediktson, innkirtlalæknir og yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptasjúkdómalækninga á LSH, heldur fræðsluerindi um beinþynningu og greinir frá helstu nýjungum. Síðan

Tagged under: ,

Skortur á D-vítamíni (D3) er lýðheilsuvandamál og er talið hafa heilsufarsleg áhrif á einn milljarð jarðarbúa. Orsökina má m.a. rekja til lífstíls fólks. Flestir mæta D-vítamínþörf í gegnum sólarljós (UVB) en takmarkandi áhrifavaldar eru m.a. ; breiddargráða, árstíð, tími dags, skýjahula, mengun, húðgerð, aldur og sólarvarnir. Á þeim tíma sem tekur húðina að verða bleik

Formaður Beinverndar Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS undirrituðu í lok árs nýjan samstarfssamning til eins árs. Þessi nýi samningur mun gera félaginu kleift að halda áfram öflugu forvarnar- og fræðslustarfi á nýju ári sem er afmælisár því 20 ár eru liðin frá stofnun Landsamtakanna Beinvernd. Samstarf Beinverndar og

Hér er komið út á rafrænu formi þriðja fréttabréf Beinverndar á árinu 2016. Í fréttabréfinu er tekið saman það helsta sem farið hefur fram í starfsemi félagsins síðastliðnar vikur og mánuði. Kennir þar ýmissa grasa og hafa verkefnin undanfarið tengst þeim markmiðum félagsins að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og að

Upp