Aðalfundur Beinverndar

28.10.2018

Aðalfundur Beinverndar verður haldinn mánudaginn 12. nóvember kl. 17:00 í salnum á 6. hæð á Landakoti.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.    Skýrsla stjórnar.
3.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
4.    Ákvörðun félagsgjalds.
5.    Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
6.    Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
7.    Önnur mál.

 

Tillögur að lagabreytingum:
3. gr. Aðild og tekjuöflun.

Aðilar að félaginu geta verið einstaklingar og félög. Fyrirtæki og stofnanir geta gerst styrktaraðilar. Einstaklingar, félög svo og fyrirtæki og stofnanir sem sækja um aðild, eða styrktaraðild, skulu samþykk lögum og markmiðum félagsins. Sækja skal bréflega um aðild til stjórnar félagsins. Árgjald er ákveðið á að alfundi félagsins. Félagið mun afla tekna með félagsgjöldum, frjálsum framlögum og styrkjum.

3.
gr. Aðild og tekjuöflun Breytt

Aðilar að félaginu geta verið einstaklingar og félög. Fyrirtæki og stofnanir geta gerst styrktaraðilar. Einstaklingar, félög svo og fyrirtæki og stofnanir sem sækja um aðild, eða styrktaraðild, skulu samþykk lögum og markmiðum félagsins. Sækja skal skriflega um aðild til stjórnar félagsins. Árgjald er ákveðið á að alfundi félagsins. Félagið mun afla tekna með félagsgjöldum, frjálsum framlögum og styrkjum.

4.gr. Stjórn félagsins.

Stjórn félagsins skipa átta menn, kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum, varaformaður, ritari og gjaldkeri og fjórir meðstjórnendur. Kjósa skal tvo varamenn. Stjórnin heldur fundi eftir þörfum. Einfaldan meirihluta þarf til ákvarðana. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til að sinna einstaka verkefnum í umboði hennar. Stefnt skal að stofnun svæðisfélaga.

4.gr. Stjórn félagsins. Breytt

Stjórn félagsins skipa þrír menn, kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum, formaður, ritari og gjaldkeri. Kjósa skal tvo varamenn. Stjórnin heldur fundi eftir þörfum. Einfaldan meirihluta þarf til ákvarðana. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til að sinna einstaka verkefnum í umboði hennar.

5gr. Aðalfundur

Afuðalnd félagsins skal halda að vori ár hvert. Aðalfund skal boða bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Veigamiklar tillögur, svo sem lagabreytingar, skulu berast til stjórnar minnst tveim vikum fyrir fundinn. Þær tillögur skulu berast með aðalfundarboði.

Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi atriði:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
 4. Ákvörðun félagsgjalds.
 5. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
 6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda.
 7. Önnur mál.

5gr. Aðalfundur

Aðalfund félagsins skal halda að vori ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Veigamiklar tillögur, svo sem lagabreytingar, skulu berast til stjórnar minnst tveim vikum fyrir fundinn. Þær tillögur skulu berast með aðalfundarboði.

Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi atriði:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
 4. Ákvörðun félagsgjalds.
 5. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
 6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda.
 7. Önnur mál.

7. gr. Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi samtakanna 12. mars 1997 og endurskoðuð og breytt á aðalfundi 2005.

Upp