Aðalfundur Beinverndar

14.11.2018

Aðalfundur Beinverndar var haldinn mánudaginn 12. nóvember sl. Ný stjórn félagsins var kosin en hana skipa Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur,  sem jafnframt var kosin formaður, Tinna Eysteinsdóttir, PhD í næringarfræði og Guðrún Gestsdóttir, sjúkraþjálfari. Einnig voru Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og fráfarandi formaður og Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur, kosnar sem varamenn í stjórn.

Á aðalfundinum voru samþykktar lagabreytingar sem fela í breytingur á fjölda stjórnarmanna þar sem þeim fækkar úr 8 í 3 en áfram verða tveir varamenn.

Breytingar verða á rekstri félagsins og mun félagið ekki lengur vera með opna skrifstofu en mun þó standa að fræðslu og forvarnarverkefnum sem fyrr. Vegna þessa mun Beinvernd loka síma sínum en unnt verður að hafa samband við stjórn félagsins með tölvupósti á netfangið beinvernd@beinvernd.is. Heimasíða- og facebooksíða munu áfram vera virkar.

Það er von nýrrar stjórnar að Beinverndarstarf verði öflugt sem fyrr þó að fyrirkomulag þess sé breytt.

Upp