Hugleiðing á alþjóðlega beinverndardaginn. 20 10 2020
Í dag 20 október er alþjóðlegi beinverndardagurinn, af hverju skiptir svona miklu máli hvort beinin okkar séu sterk? Förum við ekki bara í gips ef við brjótum þau? Jú þegar við eru yngri og getum betur tekist á við áverka eins og beinbrot. Það sem er flókið í þessu samhengi er að þegar við verðum eldri þá getur áverki eins og beinbrot haft mikil áhrif á líf okkar:
• Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur aldraðra sem mjaðmabrotna geta ekki hugsað um sig eftir að brotið hefur verið lagða, eins og þeir gátu áður en þeir brotnuðu.
• Á Íslandi er dánartíðni karla ári eftir mjaðmabrot 36 %
• Á Íslandi er dánartíðni kvenna ári eftir mjaðmabrot 21%
• Mjaðmabrot á Íslandi á ári eru um 300.
• Um 70% þeirra sem brotna eru konu.
Mjaðmabrot, já nú gæti einhver hugsað ˶ það er brot sem verður við mikinn áverka, þá eru stóru beinin í líkamanum farin að brotna ˮ Nei því miður er það ekki svoleiðis mjaðmabrot hjá öldruðum geta orðið við það að hrasa heima hjá sér og lenda í gólfinu. Ekki neitt meira en það. En hvað getum við gert?
Beinauppbygging verður á yngri árum og mikilvægt er að ungt fólk fái þau næringarefni sem þarf til að byggja bein upp, svo sem Kalk og Dvítamín. En er í alvörunni ekki búið að tala nóg um það. Ja ennþá eru landskannanir að sýna marga með lágt Dvítamín á Íslandi. Unga fólkið okkar er ekki að átta sig á mikilvægi þess að fá þessi næringarefni. Því þegar maður er ungur finnst manni hugtakið aldraður svo langt í burtu að ekki þurfi að hugsa um það. Svo koma fleiri þættir inn, búið er að kenna okkur að kalk komi úr kúamjólk og Dvítamín úr feitum fisk eða lýsi. Nú eru margir á fæði sem þessir þættir eru ekki inní. Passar t,d fólk sem drekkur möndlumjólk að kaupa hana kalk bætta. Tekur ungt fólk sem ekki er að borða feita fisk eða lýsi dvítamín inn sem bætiefni. Beinvernd birti nýverið auglýsingu til að minna á þessa þætti:
Síðast í morgun hlustaði ég á fréttir þess efnis að hugmyndir væru að taka hótel Oddson fyrir þá sjúklinga sem gætu útskrifast af Landspítala, en gætu ekki farið heim aftur. Ef við viljum gera eitthvað í dag þá hugsum um framtíðina og gætum að beinaheilsunni okkar.
Í tilefni af beinverndardeginum þá bíð ég uppá fræðslu um bein og beinheilsu ef þið viljið
Kveðja Sigrún Sunna GSM 8682987