Greining

Beinþéttnimæling:

Beinþéttnimæling

Mæling í DEXA mæli.

Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus rannsókn sem sýnir ástand beina á augabragði. Þetta er ákveðin gerð röntgenrannsóknar sem mælir kalkmagn í beinum og segir þannig til um hvort um beinþynningu sé að ræða. Við rannsóknina er notað  svokallað DEXA-beinþéttnimælitæki. Rannsóknin tekur um 15-25 mínútur, allt eftir því hversu ítarleg rannsóknin er.  Oftast er mældur beinmassi í hryggjarliðum, framhandlegg, lærleggshálsi og mjöðm. Hægt er að fá upplýsingar um beinþéttnimælingu á næstu heilsugæslustöð og einnig á Landsspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þar sem mælingar fara fram. Þeir sem eru yngri en 60 ára þurfa tilvísun frá lækni. Sjúklingur greiðir það sama fyrir mælinguna og fyrir hefðbundna röntgenmælingu. Röntgentæknir framkvæmir mælinguna og getur sagt viðkomandi strax eitthvað um ástand beina en síðan eru niðurstöður mælinganna sendar annað hvort á heilsugæslu viðkomandi eða til þess læknis sem sendir tilvísunina.

Beinþéttnimæling

Mæling í hælmæli.

Einnig eru til svokölluðu hæltæki, sem eru færanleg og hægt að fara með þau á milli staða. Slík tæki eru ekki eins nákvæm en gefa vísbendingu um ástand beina.

Upp