Greining

Beinþéttnimæling:

Beinþéttnimæling

Mæling í DEXA mæli.

Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus rannsókn sem sýnir ástand beina á augabragði. Þetta er ákveðin gerð röntgenrannsóknar sem mælir kalkmagn í beinum og segir þannig til um hvort um beinþynningu sé að ræða. Við rannsóknina er notað  svokallað DEXA-beinþéttnimælitæki. Rannsóknin tekur um 15-25 mínútur, allt eftir því hversu ítarleg rannsóknin er.  Oftast er mældur beinmassi í hryggjarliðum, framhandlegg, lærleggshálsi og mjöðm. Hægt er að fá upplýsingar um beinþéttnimælingu á næstu heilsugæslustöð og einnig á Landsspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þar sem mælingar fara fram.  Eins og staðan er í dag þarf ekki tilvísun frá lækni fyrir konur sem eru 40 ára og eldri. Sjúklingur greiðir kr. 1500.- fyrir mælinguna. Röntgentæknir framkvæmir mælinguna og getur sagt viðkomandi strax eitthvað um ástand beina en síðan fer læknir yfir allar mælingar og er hægt að fá símaviðtal við hann á hverjum degi til að fá nánari upplýsingar um niðurstöður mælinganna.

Beinþéttnimæling

Mæling í hælmæli.

Einnig eru til svokölluðu hæltæki, sem eru færanleg og hægt að fara með þau á milli staða. Slík tæki eru ekki eins nákvæm en gefa vísbendingu um ástand beina.

Upp