Nýtt áhættupróf frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF

18.10.2017

Alþjóða beinverndarsamtökin International Osteoporosis Foundation (IOF) hafa endurbætt áhættuprófið um beinþynningu og er það til á nokkrum tungumálum á vef samtakanna m.a. á íslensku.  Það er einnig að finna hér  á vef Beinverndar. Prófið saman stendur af 19 einföldum spurningum sem svarað er með JÁ eða NEI. Eftir því sem fjöldi spurninga er svarað játandi þeim mun meiri áhætta á beinþynningu. Hægt er að prenta skjalið með prófinu út, svara því og sýna heimilislækni niðurstöðurnar og fá úr því skorið hvort ástæða sé að láta mæla beinþéttnina. Hægt er að nálgast áhættuprófið hér.

Upp