Gleðileg jól

26.09.2006

Beinvernd óskar landsmönnum öllum, samstarfsaðilum og styrktaraðilum  gleðilegra jóla… … og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir heimsóknir á vefinn, samstarf og stuðning. Jólakveðja frá stjórn Beinverndar

Þessa dagana er víða mjög mikil hálka. Hálkuslysin gera ekki boð á undan sér  og ekki er gott að beinbrotna rétt fyrir jólin. Beinvernd hvetur fólk til að nota mannbrodda. Mannbroddar eru ekki eingöngu fyrir gamalt fólk. Öll eigum við á hættu að detta í hálkunni og beinbrotna, sérstaklega þeir sem eru með beinþynningu. Eftirfarandi

Beinverndarátak var á HSA Neskaupsstað dagana 14. til 20. nóvember. Boðið var upp á beinþéttnimælingar og fræðslu um holla lífshætti fyrir beinin og heilsuna almennt. Veðrið var Austfirðingum ekki hagstætt þessa daga, það var mikil ófærð í bænum, snjór og hríðabilur svo ekki sást á milli húsa. Fyrstu dagana voru það aðallega starfsfólk sem fékk

Beinverndarátak nemenda og kennara í Hagaskóla vikuna 27. nóvember til 1. desember 2006. Starfsmenn skólans fengu fræðslubæklinga frá Beinvernd og upplýsingar um hvernig hægt er að meta áhættu á beinþynningu. Einnig gat starfsfólk fengið mælda beinþéttni og voru um 20 einstaklingar sem létu mæla beinþéttni sína. Níundi bekkur í Hagaskóla fékk fræðslubæklinginn Fjárfestu í beinum-

Dagan 3.-4. nóvember síðastliðinn funduðu aðildarfélög alþjóða beinverndarsamtakanna IOF með stjórn samtakanna í Divonne í Frakklandi. Slíkir fundir eru haldnir tvisar sinnum á ári. Að þessu sinni var eitt af meginverkefnunum að kynna hvað aðildarfélögin gerðu í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins sem haldinn var 20. október. Það var skemmtilegt að sjá hvað dagskráin var mismunandi og

Upp