Beinvernd stóð fyrir ráðstefnunni „Betra er heilt en vel gróið“ föstudaginn 20. október sl. í tilefni alþjóðlegs beinverndardags, og fór hún  fram í Blásölum á 7. hæð Landspítalans í Fossvogi. Dagskráin hófst á ávarpi heilbrigðisráðherra, Óttarrs Proppé. Þá tók Bergþóra Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, við og greindi frá niðurstöðum úr nýlegu doktorsverkefni sínu sem hún nefndi Hvað einkennir þá

Í tilefni af 20 ára afmæli Beinverndar á þessu ári, er ekki úr vegi að undirstrika mikilvægi hreyfingar á beinheilsu.  Í ljósi vitundarvakningar um mikilvægi hreyfingar á líkama og sál, vill stundum gleymast að áhrif líkamsþjálfunar er ekki síst mikilvæg fyrir beinin.  Beinin eru lifandi vefur þar sem eðlileg efnaskipti og endurmyndun þarf að eiga

Beinagrindin sem við fæðumst með er lifandi vefur sem alla ævi er brotinn niður og endurbyggður. Bein eru því háð margvíslegum fæðuþáttum og vítamínum í nægu magni en magn og hlutföll eru aðeins breytileg eftir aldursskeiðum. Beinþynning varðar lýðheilsu þar sem henni má nú líkja við faraldur á efri árum. Nú getur ein af hverjum

Hún miðar að sértækri þjálfun marga vöðva í einu, getur auðveldað daglegar athafnir og bætt lífsgæðin. Með aldrinum verður æ mikilvægara að viðhalda góðu jafnvægi og vöðvastyrk.  Þess vegna hefur svokölluð starfræn líkamsþjálfun orðið vinsæl víða erlendis sérstaklega fyrir eldra fólk. Hvers konar  þjálfun? Í starfrænni líkamsþjálfun eru vöðvarnir þjálfaðir til þess að vinna saman

Ef við erum of horuð getum við teflt „innri styrk“ okkar í hættu og líkamsþjálfun er lykilþáttur til að viðhalda styrk vöðva og beina. Við byrjum að tapa vöðvamassanum um og eftir fertugt  og eftir 75 ára aldur eykst þetta tap verulega. Þeir sem lifa kyrrsetulífi tapa sem nemur 3-5% af vöðvamassa sínum hvern áratug

Upp